Pantaðu Leitina að Geirfinni í dag - afhending innan
tveggja virkra daga
Kaupandi getur sótt bókina sjálfur til Háskólaprents á horni
Fálkagötu 2, 101Reykjavík
- eða að valið að fá bókina
senda á næsta afhendingarstað Dropp sem
er með droppstaði um allt land.
Kaupandi fær staðfestingu á pöntun í tölvupósti.
Svo sendum við
annan póst með staðfestingu á. væntalegri afhendingu, hvar og hvenær.
Leitin að
Geirfinnifæst einnig í Bóksölu stúdenta,
Háskólatorgi, HÍ, Sæmundargötu 4, Reykjavík. Opnunartímar eru
milli kl. 9 og 17.
Icelandia Bókaútgáfa:
Bókin rekur spor Geirfinns Einarssonar kvöldið 19. nóvember 1974 –
og spor þeirra sem æ síðan hafa reynt að hylma yfir þau. Allar
skýrslur lögreglunnar um atburði þessa kvölds eru afvegaleiðing
frá því sem raunverulega gerðist. Í bókinni er rakinn
framburður vitna sem annaðhvort heyrðu eða sáu atburði
kvöldsins 19. nóvember. Bókin fæst hér beint frá prentsmiðju og í Bóksölu stúdenta.
Höfundur: Sigurd Björgvin, Verð kr. 7.950- 384 bls.
Fyrsta bókin sem Icelandia Bókaútgáfa gefur út er „Leitin að Geirfinni" eftir Sigurd Bjørgvin. Rannsókn Sigurdar tók 7 ár og afhjúpar örlög Geirfinns kvöldið 19. nóvember 1974. Höfundurinn gerði nokkuð sem lögreglan hefur aldrei gert - hann talaði við nágranna Geirfinns og vitni sem lögreglan hafði hunsað eða skipað að þegja um málið. Í bókarlok kemur í ljós hver var ábyrgur fyrir dauða Geirfinns. Leitin að Geirfinni er ætlað að gera lögreglu og dómsvöldum auðveldara að „rannsaka" hvað varð um Geirfinn eftir 50 ára aðgerðaleysi.
Fyrir 50 árum hvarf Geirfinnur Einarsson í Keflavík. Hann var 32 ára, kvæntur tveggja barna faðir sem vann á þungavinnuvélum og hafði unnið heiðarlega fyrir öllum sínum veraldlegu eigum. Hann var vel liðinn af samstarfsmönnum, viðræðugóður, tefldi skák, spilaði bridds og las bækur, fékk sér í glas með félögunum en mætti alltaf til vinnu á tilsettum tíma og skilaði vönduðu verki. Geirfinnur þótti yfirvegaður náungi og manna ólíklegastur til að gera eitthvað geggjað, svona maður sem hverfur ekki bara allt í einu sporlaust á þriðjudagskvöldi.
Það átti fyrir Geirfinni að liggja að verða aukapersóna í sínu eigin mannshvarfi. Á þeirri vegferð var hann að ósekju bendlaður við smygl og önnur sakamál, sem aldrei var flugufótur fyrir. Við nafn hans var kennt eitt sóðalegasta misferli í íslensku réttarkerfi, þar sem fjöldi manna sat um lengri tíma í fangelsi undir grun um að aðild að hvarfi hans og nokkrir dæmdir fyrir að hafa drepið hann. Hæstiréttur og ríkissaksóknari stóðu árum saman gegn endurupptöku þeirra mála. Þegar Hæstiréttur loks sýknaði áður dæmdu af því að hafa drepið hann sat réttarkerfið uppi með óupplýst mannshvarf og lét þar við sitja. Þessi bók er um leitina að Geirfinni. Leiðarljósið var að upplýsa mannshvarf en ekki að finna sökudólga að því mannshvarfi. Samt var ljóst að ef það tækist að upplýsa mannshvarfið yrði líklega flett ofan af sakamáli um leið.
Einu sinni var...
Sögusviðið er áttundi áratugurinn, Keflavík, herstöðin - og ráðgátan hvað varð um Geirfinn?
Icelandia bókaútgáfa ehf Garðastræti 40 101 Reykjavik i c e l a n d