Leitin að Geirfinni - aðstandendur

Sigurd Bjørgvin

Höfundur bókarinnar Leitin að Geirfinni er Sigurd Bjørgvin. Hann er fæddur árið 1965, uppalin í sveit á Suðurlandi en hefur búið í Danmörku síðustu 20 ár. Sigurd vann fjölbreytt störf á sjó og landi en í seinni tíð sem grafískur hönnuður, einkum við fjölmiðla. 

Jón Ármann Steinsson

Jón Ármann er hönnuður, rithöfundur og kvikmyndagerðamaður. Hann ólst upp í „kaþólskunni" og kynntist Sævari Ciecielski í Landakotsskóla. Jón Ármann vinnur að þáttagerð um Geirfinnsmálið fyrir erlenda streymisveitu. 

Soffía Sigurðardóttir

Soffía er einn helsti sérfræðingur Íslands um Geirfinns- og Guðmundarmálið. Hún hefur skrifað ótal pistla undanfarin ár og komið fram í útvarpi og sjónvarpi þar sem þessi mál hafa verið reifuð.